Með Ófærð á heilanum

Góðir gestir Snærósar Sindradóttir ætla að rýna í hvern einasta þátt af þriðju þáttaröð Ófærðar, spá í það hver sé morðinginn, hvað Andri Ólafsson lögreglumaður fær sér mörg mjólkurglös áður en hann leysir málið og hvort sérsveitin verði nógu snögg á staðinn til að stöðva ófremdarástandið sem skapast hefur í ískalda og torfæra smábænum sem skapar sögusvið þáttanna. Ekki missa af Með Ófærð á heilanum, í hlaðvarpi og Spilaranum, strax að loknum hverjum þætti af Ófærð 3.


21:00:00 2021-12-05
21:00:00 2021-11-28
Stefán Pálsson sagnfræðingur og Diljá Ámundardóttir varaborgarfulltrúi komu sér fyrir í betri stofunni ásamt Snærós til að fara yfir æsispennandi Ófærðarþátt, sem svo vill til að er sá næstsíðasti í þáttaröðinni. Uppgjöf vi...
21:00:00 2021-11-21
Gestir þáttarins eru tveir fyrrverandi lögreglustjórar - enda ekki vanþörf á að fá augu fagmanna á vinnulag Andra, Hinriku, Trausta og nú Sonju. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, se...
21:00:00 2021-11-14
Grínistinn Vilhelm Neto og rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir eru gestir í fimmta þætti Með Ófærð á heilanum. Þeim þykir Baby Lars, færeyski mótorhjólakappinn, líklegur morðingi en Gunnar leiðtogi íslensku deildar klíkunnar full miki...
21:00:00 2021-11-07
Atli Fannar Bjarkason og Lóa Hjálmtýsdóttir eru gestir í fjórða þætti af Með Ófærð á heilanum. Nýjar kenningar um fíkniefnaframleiðslu Stórfjölskyldunnar fá byr undir báða vængi og ljóst að Ása, sem reyndar sést ekkert í þessu...

21:00:00 2021-10-24
Fjölmiðlafólkið Margrét Erla Maack og Birgir Olgeirsson mættu til Snærósar og veltu upp nýjustu kenningunum um hvað gengur á í Ófærð 3. Hjá hverjum eða hverri svaf Ívar fyrir andlát sitt og hvar var Gunnar kvöldið sem morðið var fra...
21:00:00 2021-10-17
Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og Níels Thibaud Girerd sýningastjóri hjá Íslensku óperunni eru gestir Snærósar Sindradóttir í þessum fyrsta þætti af Með Ófærð á heilanum. Í þættinum er farið yfir víðan völl og oní minnstu ...
21:00:00 2021-10-11
Góðir gestir Snærósar Sindradóttir ætla að rýna í hvern einasta þátt af þriðju þáttaröð Ófærðar, spá í það hver sé morðinginn, hvað Andri Ólafsson lögreglumaður fær sér mörg mjólkurglös áður en hann leysir málið og h...